Fyrsti brandarinn
3 posters
Blaðsíða 1 af 1
Fyrsti brandarinn
Ég skal vera fyrst, var að fá þennan sendan, hehe
Óskirnar þrjár
Einu sinni var góðhjörtuð stúlka, sem var svo ófríð, að hún þorði varla út á
götu nema að næturlagi. Hún hírðist með kettinum sínum í ósamþykktri
kjallaraíbúð við Hverfisgötuna, og grét örlög sín og vonsku heimsins.
Eina nóttina, þegar hún var á gangi meðfram Sæbrautinni, mætti hún þorski,
sem lá spriklandi og hjálparvana á göngustígnum. Nú var stúlkan bæði
góðhjörtuð og mátti ekkert aumt sjá sem og heiðarleg, og þar sem hún átti
engan kvóta, þá sá hún, að hún yrði að koma þorskinum aftur lifandi í
sjóinn. Hún klöngraðist með hann niður grjótgarðinn og lagði varlega í
vatnið.
Óskirnar þrjár
Þá tók þorskurinn til máls: "Blúbb, blúbb, blúbb, þetta var nú fallegt af
þér, nú skal ég veita þér þrjár óskir."
Stúlkan var vel gefin og áttaði sig strax á tækifærunum, sem fólust í þessu
tilboði.
"Til að byrja með vil ég Vera geðveikt falleg og vel vaxin."
"Blúbb, blúbb, blúbb," sagði fiskurinn og viti menn - stúlkan varð falleg og
íturvaxin eins og ugga væri veifað.
"Svo vil ég að ósamþykkta kjallaraholan mín breytist í lúxus-penthás íbúð í
Skuggahverfi með útsýni Allan hringinn.
"Blúbb, blúbb, blúbb," sagði þorskurinn, og glænýtt háhýsi reis upp í
brekkunni fyrir ofan, með samþykktri deiliskipulagsbreytingu og öllu
tilheyrandi.
"Að lokum vil ég að kötturinn minn breytist í fallegasta prins, sem nokkurn
tíma hefur verið til.
"Blúbb, blúbb, blúbb," sagði þorskurinn. "Farðu nú og líttu á nýja heimilið
þitt."
Stúlkan fór nú upp í nýja háhýsið, kom inn í nýju útsýnis-penthásíbúðina
sína og mætti þar prinsinum sínum. Þorskurinn hafði nú heldur betur staðið
sig vel! Ekki nóg með að þetta var glæsilegasti karlmaður, sem hún hafði
nokkru sinni séð, heldur var hann búinn að leggja á borð, opna dýrindis
vínflösku og bar nú fram ilmandi fiskrétt beint úr ofninum.
Að lokinni rómantískri máltíð með útsýni yfir sundin, bar prinsinn stúlkuna
inn í svefnherbergi og lagði hana á rúmið.
Hann lagðist svo við hliðina á henni og hún titraði af eftirvæntingu. En í
stað þess að byrja að láta vel að henni, hringaði hann sig, lokaði augunum
og virtist ætla að fara að sofa.
"Hvað er...," hvíslaði stúlkan. "Ætlarðu ekki að..... Eigum við ekki
að......"
"... Gera eitthvað ljúft og skemmtilegt?" sagði prinsinn. "Við hefðum sko
heldur betur getað gert það - ef þú hefðir ekki látið gelda mig í fyrra
Óskirnar þrjár
Einu sinni var góðhjörtuð stúlka, sem var svo ófríð, að hún þorði varla út á
götu nema að næturlagi. Hún hírðist með kettinum sínum í ósamþykktri
kjallaraíbúð við Hverfisgötuna, og grét örlög sín og vonsku heimsins.
Eina nóttina, þegar hún var á gangi meðfram Sæbrautinni, mætti hún þorski,
sem lá spriklandi og hjálparvana á göngustígnum. Nú var stúlkan bæði
góðhjörtuð og mátti ekkert aumt sjá sem og heiðarleg, og þar sem hún átti
engan kvóta, þá sá hún, að hún yrði að koma þorskinum aftur lifandi í
sjóinn. Hún klöngraðist með hann niður grjótgarðinn og lagði varlega í
vatnið.
Óskirnar þrjár
Þá tók þorskurinn til máls: "Blúbb, blúbb, blúbb, þetta var nú fallegt af
þér, nú skal ég veita þér þrjár óskir."
Stúlkan var vel gefin og áttaði sig strax á tækifærunum, sem fólust í þessu
tilboði.
"Til að byrja með vil ég Vera geðveikt falleg og vel vaxin."
"Blúbb, blúbb, blúbb," sagði fiskurinn og viti menn - stúlkan varð falleg og
íturvaxin eins og ugga væri veifað.
"Svo vil ég að ósamþykkta kjallaraholan mín breytist í lúxus-penthás íbúð í
Skuggahverfi með útsýni Allan hringinn.
"Blúbb, blúbb, blúbb," sagði þorskurinn, og glænýtt háhýsi reis upp í
brekkunni fyrir ofan, með samþykktri deiliskipulagsbreytingu og öllu
tilheyrandi.
"Að lokum vil ég að kötturinn minn breytist í fallegasta prins, sem nokkurn
tíma hefur verið til.
"Blúbb, blúbb, blúbb," sagði þorskurinn. "Farðu nú og líttu á nýja heimilið
þitt."
Stúlkan fór nú upp í nýja háhýsið, kom inn í nýju útsýnis-penthásíbúðina
sína og mætti þar prinsinum sínum. Þorskurinn hafði nú heldur betur staðið
sig vel! Ekki nóg með að þetta var glæsilegasti karlmaður, sem hún hafði
nokkru sinni séð, heldur var hann búinn að leggja á borð, opna dýrindis
vínflösku og bar nú fram ilmandi fiskrétt beint úr ofninum.
Að lokinni rómantískri máltíð með útsýni yfir sundin, bar prinsinn stúlkuna
inn í svefnherbergi og lagði hana á rúmið.
Hann lagðist svo við hliðina á henni og hún titraði af eftirvæntingu. En í
stað þess að byrja að láta vel að henni, hringaði hann sig, lokaði augunum
og virtist ætla að fara að sofa.
"Hvað er...," hvíslaði stúlkan. "Ætlarðu ekki að..... Eigum við ekki
að......"
"... Gera eitthvað ljúft og skemmtilegt?" sagði prinsinn. "Við hefðum sko
heldur betur getað gert það - ef þú hefðir ekki látið gelda mig í fyrra
Dagný/MissBradshaw- Fjöldi innleggja : 301
Age : 43
Location : Akureyri
Registration date : 07/02/2008
Re: Fyrsti brandarinn
*Skellihlátur*
Erna / noregsmær- Fjöldi innleggja : 270
Registration date : 11/02/2008
Re: Fyrsti brandarinn
Hahahahahahahahahahahaha
Hresti- Fjöldi innleggja : 109
Registration date : 20/02/2008
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum